Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 20:00 Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira