Hætta á að flugvellirnir teppist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 23:30 Frá Egilsstaðaflugvelli. Vísir/Vilhelm Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira