Geir: Það er kominn betri bragur á liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 21:06 Geir fylgist með af hliðarlínunni. vísir/anton „Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15