Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:00 Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30