Jafnvægi á húsnæðismarkaði 2019 Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2017 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. visir/vilhelm Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira