Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 14:47 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira