Forseti Íslands hvetur roskna Hafnfirðinga til að hreyfa sig Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:55 Forseti og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við Packard-bifreið embættis forseta Íslands. Ekki kemur fram á vef forsetans hver konan á milli þeirra er. En hún heitir Valgerður Sigurðardóttir og er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri. Forseti Íslands Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri.
Forseti Íslands Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira