Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2017 21:00 Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira