Costco býður ekki alltaf besta verðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Verslunarrými Costco er 14 þúsund fermetrar. Þar eru meðal annars seld raftæki, föt og matvara. vísir/eyþór „Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
„Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00