Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 08:21 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, en laun hans hækka afturvirkt um rúmar 400 þúsund krónur. Vísir/GVA Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira