Eftirsjá að trjálundi sem víkur fyrir nýjum blokkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 15:45 Það eina sem eftir er af trjálundinum er röndin meðfram Miklubraut. Vísir/Stefán Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“ Garðyrkja Skipulag Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“
Garðyrkja Skipulag Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira