Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 17:05 Áslaug lýsir því hvernig rafhlaðan dansaði á gólfinu á meðan hún sprakk. Facebook Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“ Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira