Undirbúningur á lokametrunum vegna brúðkaups Pippu Middleton Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2017 14:40 Pippa Middleton og James Matthews í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Lokaundirbúningur vegna brúðkaups Pippu Middleton, systur Katrínar Middleson, hertogaynju af Cambridge, stendur nú yfir. Pippa mun ganga að eiga unnusta sinn, fjármálamanninn James Matthews, á laugardag. Vígslan mun eiga sér stað í kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire, nálægt þeim stað sem Pippa ólst upp. Veislan verður haldin í garði foreldra hennar. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín verða í hópi gesta þar sem Georg litli prins mun aðstoða Pippu frænku og halda á slöri hennar (e. page boy) þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Þá verður Karlotta litla ein brúðarmeyja.Sky News greinir frá því að Katrín hafi viðurkennt í garðveislu fyrr í vikunni að hún hefði áhyggjur af því hvernig börnin myndu haga sér á stóra degi Pippu. Harry prins er einnig boðið ásamt kærustu sinni, bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Verði Markle viðstödd verður það í fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram með öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Ekki er vitað hver hannar brúðarkjól hinnar 33 ára Pippu en í frétt Sky News er haft eftir tískusérfræðingum að hönnuðirnir Amanda Wakeley, Jenny Packham, Oscar De La Renta, Giles Deacon og Alexander McQueen komi öll til greina. Yngri bróðir hins 41 árs James Matthews, Spencer, er talinn líklegur til að gegna hlutverki svaramanns. Þau Pippa og James trúlofuðust síðasta sumar. Pippa vakti gríðarlega athygli fjölmiðla í brúðkaupi Katrínar, systur sinnar, og Vilhjálms prins árið 2011. Kóngafólk Tengdar fréttir Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51 Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36 Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00 Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Lokaundirbúningur vegna brúðkaups Pippu Middleton, systur Katrínar Middleson, hertogaynju af Cambridge, stendur nú yfir. Pippa mun ganga að eiga unnusta sinn, fjármálamanninn James Matthews, á laugardag. Vígslan mun eiga sér stað í kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire, nálægt þeim stað sem Pippa ólst upp. Veislan verður haldin í garði foreldra hennar. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín verða í hópi gesta þar sem Georg litli prins mun aðstoða Pippu frænku og halda á slöri hennar (e. page boy) þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Þá verður Karlotta litla ein brúðarmeyja.Sky News greinir frá því að Katrín hafi viðurkennt í garðveislu fyrr í vikunni að hún hefði áhyggjur af því hvernig börnin myndu haga sér á stóra degi Pippu. Harry prins er einnig boðið ásamt kærustu sinni, bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Verði Markle viðstödd verður það í fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram með öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Ekki er vitað hver hannar brúðarkjól hinnar 33 ára Pippu en í frétt Sky News er haft eftir tískusérfræðingum að hönnuðirnir Amanda Wakeley, Jenny Packham, Oscar De La Renta, Giles Deacon og Alexander McQueen komi öll til greina. Yngri bróðir hins 41 árs James Matthews, Spencer, er talinn líklegur til að gegna hlutverki svaramanns. Þau Pippa og James trúlofuðust síðasta sumar. Pippa vakti gríðarlega athygli fjölmiðla í brúðkaupi Katrínar, systur sinnar, og Vilhjálms prins árið 2011.
Kóngafólk Tengdar fréttir Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51 Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36 Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00 Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51
Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36
Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00
Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45