Leitin er hafin að nýjum varaformanni Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2017 07:00 Nafn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur er oftast nefnt í umræðu um næsta varaformann. Hún þykir heppilegur valkostur. vísir/eyþór Sjálfstæðisflokkurinn kýs sér nýjan varaformann í haust. Um það eru engin áhöld. Ekki er komin tímasetning á landsfund flokksins en fyrir utan að vera upptakturinn að kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður tekist á um nýja forystu flokksins. Manninum í brúnni, Bjarna Benediktssyni, verður ekki haggað. Síðustu þrír varaformenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið konur og margt bendir til þess að flokksmönnum þyki mikilvægt að forystan sé áfram nokkuð breið á þann veginn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni nefna margir að næsti varaformaður mætti gjarnan koma úr einu landsbyggðarkjördæmanna en staða Sjálfstæðisflokksins hefur frekar styrkst á landsbyggðinni.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirvísir/ernirHöfuðborgin sterkari Flokksmenn virðist þó engu skipta hvort formaður og varaformaður komi báðir af höfuðborgarsvæðinu. Varaformaður flokksins hefur komið frá höfuðborgarsvæðinu samfleytt síðan 1974, eða í 43 ár, þegar Magnús Jónsson frá Mel gegndi embættinu. Síðasti formaður Sjálfstæðisflokksins til að koma frá landsbyggðarkjördæmi var Þorsteinn Pálsson en hann kom úr Suðurlandskjördæmi fyrir 26 árum. Næsti landsbyggðarkjörni formaður flokksins á undan Þorsteini var Ólafur Thors, sem var frá Reykjanesi, og hætti árið 1961. Það er sem sagt lítil hefð fyrir því að kjörnir fulltrúar af landsbyggðinni eigi séns í forystusætin tvö. Það eru ekki mörg nöfn í umræðunni um nýjan varaformann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður flokksins, er formlega séð starfandi varaformaður eftir fráfall Ólafar Nordal í byrjun febrúar. Hennar nafn kemur reglulega fyrir í umræðunni um næsta mögulega varaformann. Hún er ung kona sem hefur risið hátt innan flokksins á tiltölulega skömmum tíma og sýndi í síðasta prófkjöri, svo ekki var um villst, að hún nýtur mikils stuðnings innan flokks. Áslaug segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé tímabært að velta næsta varaformanni, og þá mögulegu framboði, fyrir sér. Enn sé ekki komin dagsetning á landsfundinn og margir mánuðir til stefnu. Of einsleit forysta Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig sagður spenntur fyrir embættinu. Hann dró til baka framboð sitt til ritara flokksins á síðasta landsfundi þegar ljóst var að Áslaug byði sig fram í embættið. Staða hans er þó metin nokkuð sterk. Guðlaugur þykir ræktarsamur við sitt fólk, er allra manna duglegastur að láta sjá sig á viðburðum flokksins og vera í sterkum tengslum við flokksmenn. Allt það sem sterkir varaformenn gera. Það þykir þó ekki teljast Guðlaugi til tekna að vera á sama aldri og formaður flokksins. Andstæðingar hans nefna að með Guðlaug í broddi fylkingar yrði ásýnd flokksins of einsleit. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að hræringar og spenna innan hverfisfélaga Sjálfstæðisflokksins bendi til þess að verið sé að undirbúa jarðveginn fyrir Guðlaug. Oft megi merkja undirbúning prófkjöra og innri baráttu flokksins í hræringum í grunnfélögum flokksins. Þar séu ákveðnar blokkir farnar að gera sig meira gildandi en verið hefur og ljóst að áhuginn á starfinu sé meiri en gengur og gerist. Þó má ekki gleyma að sveitarstjórnarkosningarnar, eftir rúmt ár, eru einnig líklegar til að skapa spennu innan hverfisfélaganna. Staða borgarstjórnarflokksins þykir kalla á tafarlausar breytingar.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmTikkar í öll boxin Nafn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra ber allra nafna hæst, eins og staðan er í dag. Þórdís virðist „tikka í öll boxin“ til þess að geta skapað sátt innan flokks sem utan. Meira að segja stuðningsmenn Guðlaugs Þórs, sem Fréttablaðið ræddi við, benda á að Þórdís sé óumdeild, ung kona sem gegnir mikilvægu ráðherraembætti. Hún komi frá Akranesi og miklu landbúnaðarkjördæmi og hafi því möguleika á sterkum tengslum við útgerðina og landbúnaðinn um leið og hún höfðar til ungs fólks, og ungra kvenna sérstaklega. Þórdís var jafnframt aðstoðarmaður Ólafar Nordal sem átti náið og gott samstarf við Bjarna Benediktsson. Staða hennar er óumdeilanlega sterk, sé tekið mið af því sem viðmælendur Fréttablaðsins segja. Þórdís tekur í sama streng og Áslaug.Mér finnst ótímabært að velta þessu fyrir mér á þessum tímapunkti. Ég veit ekki hvernig þetta teiknast upp. Varaformannsembætti flokksins er þó engin sjálfkrafa leið frekar upp á við innan flokksins. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þurftu að hætta í embætti vegna hneykslismála og þrýstings innanflokks sem tengdist þeim. Á síðastliðnum 40 árum eru það einungis Geir H. Haarde og Davíð Oddsson sem hafa klifið úr embætti varaformanns í formanninn. Þeir Sjálfstæðismenn sem hafa gert sér framaplan fimmtán ár fram í tímann gætu því hugsað sig tvisvar um áður en þeir gefa kost á sér í embættið. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kýs sér nýjan varaformann í haust. Um það eru engin áhöld. Ekki er komin tímasetning á landsfund flokksins en fyrir utan að vera upptakturinn að kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður tekist á um nýja forystu flokksins. Manninum í brúnni, Bjarna Benediktssyni, verður ekki haggað. Síðustu þrír varaformenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið konur og margt bendir til þess að flokksmönnum þyki mikilvægt að forystan sé áfram nokkuð breið á þann veginn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni nefna margir að næsti varaformaður mætti gjarnan koma úr einu landsbyggðarkjördæmanna en staða Sjálfstæðisflokksins hefur frekar styrkst á landsbyggðinni.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirvísir/ernirHöfuðborgin sterkari Flokksmenn virðist þó engu skipta hvort formaður og varaformaður komi báðir af höfuðborgarsvæðinu. Varaformaður flokksins hefur komið frá höfuðborgarsvæðinu samfleytt síðan 1974, eða í 43 ár, þegar Magnús Jónsson frá Mel gegndi embættinu. Síðasti formaður Sjálfstæðisflokksins til að koma frá landsbyggðarkjördæmi var Þorsteinn Pálsson en hann kom úr Suðurlandskjördæmi fyrir 26 árum. Næsti landsbyggðarkjörni formaður flokksins á undan Þorsteini var Ólafur Thors, sem var frá Reykjanesi, og hætti árið 1961. Það er sem sagt lítil hefð fyrir því að kjörnir fulltrúar af landsbyggðinni eigi séns í forystusætin tvö. Það eru ekki mörg nöfn í umræðunni um nýjan varaformann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður flokksins, er formlega séð starfandi varaformaður eftir fráfall Ólafar Nordal í byrjun febrúar. Hennar nafn kemur reglulega fyrir í umræðunni um næsta mögulega varaformann. Hún er ung kona sem hefur risið hátt innan flokksins á tiltölulega skömmum tíma og sýndi í síðasta prófkjöri, svo ekki var um villst, að hún nýtur mikils stuðnings innan flokks. Áslaug segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé tímabært að velta næsta varaformanni, og þá mögulegu framboði, fyrir sér. Enn sé ekki komin dagsetning á landsfundinn og margir mánuðir til stefnu. Of einsleit forysta Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig sagður spenntur fyrir embættinu. Hann dró til baka framboð sitt til ritara flokksins á síðasta landsfundi þegar ljóst var að Áslaug byði sig fram í embættið. Staða hans er þó metin nokkuð sterk. Guðlaugur þykir ræktarsamur við sitt fólk, er allra manna duglegastur að láta sjá sig á viðburðum flokksins og vera í sterkum tengslum við flokksmenn. Allt það sem sterkir varaformenn gera. Það þykir þó ekki teljast Guðlaugi til tekna að vera á sama aldri og formaður flokksins. Andstæðingar hans nefna að með Guðlaug í broddi fylkingar yrði ásýnd flokksins of einsleit. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að hræringar og spenna innan hverfisfélaga Sjálfstæðisflokksins bendi til þess að verið sé að undirbúa jarðveginn fyrir Guðlaug. Oft megi merkja undirbúning prófkjöra og innri baráttu flokksins í hræringum í grunnfélögum flokksins. Þar séu ákveðnar blokkir farnar að gera sig meira gildandi en verið hefur og ljóst að áhuginn á starfinu sé meiri en gengur og gerist. Þó má ekki gleyma að sveitarstjórnarkosningarnar, eftir rúmt ár, eru einnig líklegar til að skapa spennu innan hverfisfélaganna. Staða borgarstjórnarflokksins þykir kalla á tafarlausar breytingar.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmTikkar í öll boxin Nafn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra ber allra nafna hæst, eins og staðan er í dag. Þórdís virðist „tikka í öll boxin“ til þess að geta skapað sátt innan flokks sem utan. Meira að segja stuðningsmenn Guðlaugs Þórs, sem Fréttablaðið ræddi við, benda á að Þórdís sé óumdeild, ung kona sem gegnir mikilvægu ráðherraembætti. Hún komi frá Akranesi og miklu landbúnaðarkjördæmi og hafi því möguleika á sterkum tengslum við útgerðina og landbúnaðinn um leið og hún höfðar til ungs fólks, og ungra kvenna sérstaklega. Þórdís var jafnframt aðstoðarmaður Ólafar Nordal sem átti náið og gott samstarf við Bjarna Benediktsson. Staða hennar er óumdeilanlega sterk, sé tekið mið af því sem viðmælendur Fréttablaðsins segja. Þórdís tekur í sama streng og Áslaug.Mér finnst ótímabært að velta þessu fyrir mér á þessum tímapunkti. Ég veit ekki hvernig þetta teiknast upp. Varaformannsembætti flokksins er þó engin sjálfkrafa leið frekar upp á við innan flokksins. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þurftu að hætta í embætti vegna hneykslismála og þrýstings innanflokks sem tengdist þeim. Á síðastliðnum 40 árum eru það einungis Geir H. Haarde og Davíð Oddsson sem hafa klifið úr embætti varaformanns í formanninn. Þeir Sjálfstæðismenn sem hafa gert sér framaplan fimmtán ár fram í tímann gætu því hugsað sig tvisvar um áður en þeir gefa kost á sér í embættið.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira