Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:29 Fyrirlesturinn fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Vísir/GVA Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira