Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 17:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir Valsmenn hafa verið rænda. vísir/ernir „Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39