Ronaldo afgreiddi Atletico Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 20:30 Ronaldo fagnar fyrsta marki sínu í kvöld. vísir/getty Þrenna frá Cristiano Ronaldo í kvöld sá til þess að Real Madrid er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði öll mörkin í 3-0 sigri Real á nágrönnum sínum í Atletico í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fyrsta markið kom á 10. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Portúgalinn ótrúlegi bætti svo við mörkum á 73. og 86. mínútu og sá til þess að vonir Atletico um að komast í úrslit eru litlar sem engar. Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.37: LEIK LOKIÐ !!! Real Madrid vinnur 3-0 og er komið langleiðina í úrslitaleikinn.20.34: Það er ekkert sem bendir til þess að Atletico nái útivallarmarki. Real er líklegra að setja fjórða markið. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.19.29: MARK !!!!!!!!! 3-0 fyrir Real Madrid. Jú, jú Ronaldo með þrennu annan leikinn í röð. Þessi maður er ekki eðlilegur. Frábær sprettur hjá Vasquez upp að endamörkum. Leggur boltann í teiginn þar sem Ronaldo bíður og leggur hann í netið. Ekkert mál. Fimm mínútur eftir.19.24: Tíu mínútur eftir. Real í fínni stöðu en útivallarmark frá Atletico setur allt á hvolf.20.16: MARK !!!!!!! 2-0 fyrir Real Madrid. Auðvitað Ronaldo. Hvað er að þessum manni? Lætur aldrei eitt mark duga í þessari keppni. Sending frá Benzema og hörkuskot rétt fyrir innan teig. Þetta er afar dýrmætt. Mark númer 102 í Meistaradeildinni. Rúmur stundarfjórðungur eftir.20.12: Skemmtanagildið lítið síðustu mínútur. Atletico í leit að afar dýrmætu útivallarmarki en heimamenn ekki á því að gefa neitt.20.02: Fernando Torres og Nicolas Gaitan koma af bekknum hjá Atletico.19.58: Atletico aðeins að færa sig upp á skaftið. Án þess að fá færi þó.19.49: Síðari hálfleikur hafinn.19.33: HÁLFLEIKUR !! Martin Atkinson búinn að flauta fyrri hálfleikinn af. 1-0 fyrir Real Madrid. Ronaldo skoraði á 10. mínútu.19.26: Leikurinn aðeins dottið niður síðustu mínútur. Miðjuþóf.19.19: Góð aukaspyrna frá Griezmann inn á teiginn og Diego Godin. Nær ekki að stýra boltanum í átt að markinu. Bestu tilþrif gestanna til þessa.19.17: Atletico aðeins að teygja úr sér og pressa örlítið. Með engum árangri enn sem komið.19.11: Staðan er 9-0 í skotum fyrir Real. Miklir yfirburðir en Atletico átt tvær hættulegar skyndisóknir.19.02: Varane með skalla sem Oblak rétt nær að verja. Mikil pressa frá heimamönnum sem hóta öðru marki.18.58: Þetta var áttunda mark Ronaldo í Meistaradeildinni í vetur og hann er alls búinn að koma að 13 mörkum. Þetta var mark númer 50 hjá Ronaldo í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Það er auðvitað bara rugl og hann er eðlilega fyrstur til þess að ná þeim áfanga. Í heildina er þetta mark númer 101 hjá Ronaldo í Meistaradeildinni frá upphafi. Atletico hefur skorað 100 í keppninni.18.55: MARK !!!!!!!!!! Auðvitað var það Cristiano Ronaldo sem skoraði. Skallamark frá þeim portúgalska að þessu sinni. Casemiro með sendingu fyrir og kraftskalli frá Ronaldo. Markið kemur á 10. mínútu.18.53: DAUÐAFÆRI hjá Real. Frábær sprettur frá Carvajal sem nær skoti sem er varið. Boltinn fellur svo fyrir fætur Benzema en varnarmenn Atletico bægja hættunni frá. Fyrsta lífið í leiknum.18.45: Leikurinn hafinn. Þetta verður eitthvað.18.41: Jæja, þá ganga liðin til leiks. Stemningin á vellinum er gjörsamlega geggjuð.18.31: Stemningin að magnast á vellinum. Leikmenn hita upp af krafti og verið að spila Thunderstruck með AC/DC. Það lag virkar út um allan heim.18.10: Cristiano Ronaldo er að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 18. skiptið. Oftar en nokkur annar leikmaður. Hann er búinn að skora tíu mörk í síðustu fjórum leikjum sem er líka met.18.07: Real er aftur á móti í undanúrslitum í 28. sinn í sögu félagsins. Liðið hefur unnið tvö af síðustu sjö einvígjum sínum í undaúrslitum.18.03: Atletico er auðvitað löngu búið að fá ógeð á því að tapa fyrir Real í þessari keppni. Því skal nú breytt. Þetta er í sjötta sinn sem félagið kemst í undanúrslit í Evrópukeppni og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.18.01: Komiði sæl og blessuð. Heldur betur farið að styttast í risaleikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Þrenna frá Cristiano Ronaldo í kvöld sá til þess að Real Madrid er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði öll mörkin í 3-0 sigri Real á nágrönnum sínum í Atletico í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fyrsta markið kom á 10. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Portúgalinn ótrúlegi bætti svo við mörkum á 73. og 86. mínútu og sá til þess að vonir Atletico um að komast í úrslit eru litlar sem engar. Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.37: LEIK LOKIÐ !!! Real Madrid vinnur 3-0 og er komið langleiðina í úrslitaleikinn.20.34: Það er ekkert sem bendir til þess að Atletico nái útivallarmarki. Real er líklegra að setja fjórða markið. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.19.29: MARK !!!!!!!!! 3-0 fyrir Real Madrid. Jú, jú Ronaldo með þrennu annan leikinn í röð. Þessi maður er ekki eðlilegur. Frábær sprettur hjá Vasquez upp að endamörkum. Leggur boltann í teiginn þar sem Ronaldo bíður og leggur hann í netið. Ekkert mál. Fimm mínútur eftir.19.24: Tíu mínútur eftir. Real í fínni stöðu en útivallarmark frá Atletico setur allt á hvolf.20.16: MARK !!!!!!! 2-0 fyrir Real Madrid. Auðvitað Ronaldo. Hvað er að þessum manni? Lætur aldrei eitt mark duga í þessari keppni. Sending frá Benzema og hörkuskot rétt fyrir innan teig. Þetta er afar dýrmætt. Mark númer 102 í Meistaradeildinni. Rúmur stundarfjórðungur eftir.20.12: Skemmtanagildið lítið síðustu mínútur. Atletico í leit að afar dýrmætu útivallarmarki en heimamenn ekki á því að gefa neitt.20.02: Fernando Torres og Nicolas Gaitan koma af bekknum hjá Atletico.19.58: Atletico aðeins að færa sig upp á skaftið. Án þess að fá færi þó.19.49: Síðari hálfleikur hafinn.19.33: HÁLFLEIKUR !! Martin Atkinson búinn að flauta fyrri hálfleikinn af. 1-0 fyrir Real Madrid. Ronaldo skoraði á 10. mínútu.19.26: Leikurinn aðeins dottið niður síðustu mínútur. Miðjuþóf.19.19: Góð aukaspyrna frá Griezmann inn á teiginn og Diego Godin. Nær ekki að stýra boltanum í átt að markinu. Bestu tilþrif gestanna til þessa.19.17: Atletico aðeins að teygja úr sér og pressa örlítið. Með engum árangri enn sem komið.19.11: Staðan er 9-0 í skotum fyrir Real. Miklir yfirburðir en Atletico átt tvær hættulegar skyndisóknir.19.02: Varane með skalla sem Oblak rétt nær að verja. Mikil pressa frá heimamönnum sem hóta öðru marki.18.58: Þetta var áttunda mark Ronaldo í Meistaradeildinni í vetur og hann er alls búinn að koma að 13 mörkum. Þetta var mark númer 50 hjá Ronaldo í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Það er auðvitað bara rugl og hann er eðlilega fyrstur til þess að ná þeim áfanga. Í heildina er þetta mark númer 101 hjá Ronaldo í Meistaradeildinni frá upphafi. Atletico hefur skorað 100 í keppninni.18.55: MARK !!!!!!!!!! Auðvitað var það Cristiano Ronaldo sem skoraði. Skallamark frá þeim portúgalska að þessu sinni. Casemiro með sendingu fyrir og kraftskalli frá Ronaldo. Markið kemur á 10. mínútu.18.53: DAUÐAFÆRI hjá Real. Frábær sprettur frá Carvajal sem nær skoti sem er varið. Boltinn fellur svo fyrir fætur Benzema en varnarmenn Atletico bægja hættunni frá. Fyrsta lífið í leiknum.18.45: Leikurinn hafinn. Þetta verður eitthvað.18.41: Jæja, þá ganga liðin til leiks. Stemningin á vellinum er gjörsamlega geggjuð.18.31: Stemningin að magnast á vellinum. Leikmenn hita upp af krafti og verið að spila Thunderstruck með AC/DC. Það lag virkar út um allan heim.18.10: Cristiano Ronaldo er að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 18. skiptið. Oftar en nokkur annar leikmaður. Hann er búinn að skora tíu mörk í síðustu fjórum leikjum sem er líka met.18.07: Real er aftur á móti í undanúrslitum í 28. sinn í sögu félagsins. Liðið hefur unnið tvö af síðustu sjö einvígjum sínum í undaúrslitum.18.03: Atletico er auðvitað löngu búið að fá ógeð á því að tapa fyrir Real í þessari keppni. Því skal nú breytt. Þetta er í sjötta sinn sem félagið kemst í undanúrslit í Evrópukeppni og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.18.01: Komiði sæl og blessuð. Heldur betur farið að styttast í risaleikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira