Volkswagen með 28% meiri hagnað á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 11:15 Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent
Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent