Búið að opna kjörstaði í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 08:20 Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum. Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum.
Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52
Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57