Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 10:46 Emmanuel Macron var sigri hrósandi í gær. Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21