Advocaat og Gullit taka við hollenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 10:00 Dick Advocaat og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira