Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:00 Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær: NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira
Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær:
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira