Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 13:00 Ronaldo er sakaður um að hafa greitt stúlku í Bandaríkjunum svo hún myndi ekki kæra hann fyrir nauðgun. vísir/getty Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel. Fótbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Sjá meira
Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel.
Fótbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Sjá meira