Allir stigu á bensínsgjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Dagur Kár Jónsson. vísir/ernir Það er vissulega vel þekkt að einn til tveir leikmenn í liði bæti leik sinn þegar kemur inn í úrslitakeppni en gerist ekki á hverju vori að allir aðalleikmenn liðs stígi á bensínsgjöfina þegar er komið inn á stóra sviðið. Þannig er hins vegar saga Grindavíkurliðsins í vetur. Sex bestu leikmenn liðsins eru allir að skila meiru fyrir liðið í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni þar sem liðið vann 13 af 22 leikjum og endaði í fjórða sæti. Þegar þeir sex leikmenn sem eru í stærstu hlutverkunum í liðinu bæta við sig samanlagt meira en fimmtán framlagsstigum þá er ekkert skrýtið að liðið sem tapaði báðum deildarleikjum sínum á móti Stjörnunni sópi Garðbæingum í sumarfrí með tilþrifum. Grindvíkingar eru komnir í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Grindavíkurliðið vann leikina þrjá með samtals 63 stigum eða með 21 stigi að meðaltali. Það þarf ekki að fara lengra en til 2. mars til að finna góðan samanburð. Þá mættu Garðbæingar í Grindavík og unnu 19 stiga sigur þar sem þeir unnu alla fjóra leikhlutana. Stjörnuliðið var meira að segja án Justin Shouse í þessum leik en nú mánuði síðar, og með Justin í búningi, voru þeir hins vegar að glíma við allt annað Grindavíkurlið. Sömu leikmenn, jú, en Grindavíkurlið með allt annað sjálfstraust, allt annað tempó og allt aðra stemningu. Þjálfarinn Jóhann Þór Ólafsson fann réttu takkana á öllum og fyrir vikið er Grindavíkurliðið komið á mikinn skrið. Þórsarar komu einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum alla leið í oddaleik en Stjörnumenn sáu aldrei til sólar. Tveir af þremur sigurleikjum Grindavíkur voru í Garðabæ og þegar upp var staðið hafði aðeins einu liði verið sópað harkalegar út úr úrslitakeppni í seríu þar sem þurfti að vinna þrjá leiki. Það er bara Keflavíkurliðið sterka frá 2003 sem hefur sópað liði út 3-0 með meiri heildarstigamun.graf/fréttablaðiðTveir leikmenn hækka sig mest Tveir leikmenn af þessum sex hækka sig þó mun meira en hinir. Það eru bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson sem nær tvöfaldar framlag sitt frá því í deildarkeppninni. Þorleifur fer úr því að vera með 9,2 framlagsstig að meðaltali í deildinni í það að vera með 15,3 framlagsstig í leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur (4 framlagsstig) tók meðaltalið niður en þar voru yfirburðirnir það miklir að Þorleifur gat sparað sig fyrir komandi átök í lokaúrslitunum. Í fyrstu tveimur leikjunum við Stjörnuna var hann með 21,5 framlagsstig að meðaltali. Frábær viðbót í nóvember Dagur Kár Jónsson var frábær viðbót við Grindavíkurliðið þegar hann kom í nóvember. Hann bætir sig ekki um alveg eins mörg framlagsstig og Þorleifur en framfarir hans ná samt yfir alla tölfræði eins og stig, fráköst, stoðsendingar, stolna bolta, þriggja stiga körfur og skotnýtingu. Samtals bætir Dagur sig um 4,6 framlagsstig í leik. Ólafur Ólafsson var fulltrúi Grindavíkurliðsins í úrvalsliði seinni umferðarinnar og það er athyglisvert að skoða betur framlagsaukningu Ólafs. Ólafur hefur nefnilega skorað 3,1 stigi minna í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni en er samt að hækka framlag sitt um tæplega eitt framlagsstig í leik. Ólafur er búinn að koma sér yfir 20 í framlagi með því að hækka sig í bæði fráköstum og stoðsendingum. Framlag Ólafs mælist ekki síst í plús og mínus en Grindavíkurliðið er búið að vinna þær 270 mínútur sem hann hefur spilað í úrslitakeppninni með 93 stigum eða með 11,6 stigum í leik. Grindvíkingar þurfa að bíða í tíu daga eftir fyrsta leik í lokaúrslitum en það gæti komið í ljós á morgun hver verður mótherji þeirra þegar KR-ingar geta klárað einvígi sitt á móti Keflavík. Væntanlegir mótherjar gætu hins vegar spilað tvo leiki í millitíðinni fari hitt undanúrslitaeinvígið alla leið í oddaleik sem færi þá fram á föstudaginn langa. Þá verður fróðlegt að sjá hvort hinir sjóðheitu Grindvíkingar hafi kólnað eitthvað niður þá. Liðið sem sundurspilaði Stjörnumenn er til alls líklegt. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Það er vissulega vel þekkt að einn til tveir leikmenn í liði bæti leik sinn þegar kemur inn í úrslitakeppni en gerist ekki á hverju vori að allir aðalleikmenn liðs stígi á bensínsgjöfina þegar er komið inn á stóra sviðið. Þannig er hins vegar saga Grindavíkurliðsins í vetur. Sex bestu leikmenn liðsins eru allir að skila meiru fyrir liðið í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni þar sem liðið vann 13 af 22 leikjum og endaði í fjórða sæti. Þegar þeir sex leikmenn sem eru í stærstu hlutverkunum í liðinu bæta við sig samanlagt meira en fimmtán framlagsstigum þá er ekkert skrýtið að liðið sem tapaði báðum deildarleikjum sínum á móti Stjörnunni sópi Garðbæingum í sumarfrí með tilþrifum. Grindvíkingar eru komnir í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Grindavíkurliðið vann leikina þrjá með samtals 63 stigum eða með 21 stigi að meðaltali. Það þarf ekki að fara lengra en til 2. mars til að finna góðan samanburð. Þá mættu Garðbæingar í Grindavík og unnu 19 stiga sigur þar sem þeir unnu alla fjóra leikhlutana. Stjörnuliðið var meira að segja án Justin Shouse í þessum leik en nú mánuði síðar, og með Justin í búningi, voru þeir hins vegar að glíma við allt annað Grindavíkurlið. Sömu leikmenn, jú, en Grindavíkurlið með allt annað sjálfstraust, allt annað tempó og allt aðra stemningu. Þjálfarinn Jóhann Þór Ólafsson fann réttu takkana á öllum og fyrir vikið er Grindavíkurliðið komið á mikinn skrið. Þórsarar komu einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum alla leið í oddaleik en Stjörnumenn sáu aldrei til sólar. Tveir af þremur sigurleikjum Grindavíkur voru í Garðabæ og þegar upp var staðið hafði aðeins einu liði verið sópað harkalegar út úr úrslitakeppni í seríu þar sem þurfti að vinna þrjá leiki. Það er bara Keflavíkurliðið sterka frá 2003 sem hefur sópað liði út 3-0 með meiri heildarstigamun.graf/fréttablaðiðTveir leikmenn hækka sig mest Tveir leikmenn af þessum sex hækka sig þó mun meira en hinir. Það eru bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson sem nær tvöfaldar framlag sitt frá því í deildarkeppninni. Þorleifur fer úr því að vera með 9,2 framlagsstig að meðaltali í deildinni í það að vera með 15,3 framlagsstig í leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur (4 framlagsstig) tók meðaltalið niður en þar voru yfirburðirnir það miklir að Þorleifur gat sparað sig fyrir komandi átök í lokaúrslitunum. Í fyrstu tveimur leikjunum við Stjörnuna var hann með 21,5 framlagsstig að meðaltali. Frábær viðbót í nóvember Dagur Kár Jónsson var frábær viðbót við Grindavíkurliðið þegar hann kom í nóvember. Hann bætir sig ekki um alveg eins mörg framlagsstig og Þorleifur en framfarir hans ná samt yfir alla tölfræði eins og stig, fráköst, stoðsendingar, stolna bolta, þriggja stiga körfur og skotnýtingu. Samtals bætir Dagur sig um 4,6 framlagsstig í leik. Ólafur Ólafsson var fulltrúi Grindavíkurliðsins í úrvalsliði seinni umferðarinnar og það er athyglisvert að skoða betur framlagsaukningu Ólafs. Ólafur hefur nefnilega skorað 3,1 stigi minna í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni en er samt að hækka framlag sitt um tæplega eitt framlagsstig í leik. Ólafur er búinn að koma sér yfir 20 í framlagi með því að hækka sig í bæði fráköstum og stoðsendingum. Framlag Ólafs mælist ekki síst í plús og mínus en Grindavíkurliðið er búið að vinna þær 270 mínútur sem hann hefur spilað í úrslitakeppninni með 93 stigum eða með 11,6 stigum í leik. Grindvíkingar þurfa að bíða í tíu daga eftir fyrsta leik í lokaúrslitum en það gæti komið í ljós á morgun hver verður mótherji þeirra þegar KR-ingar geta klárað einvígi sitt á móti Keflavík. Væntanlegir mótherjar gætu hins vegar spilað tvo leiki í millitíðinni fari hitt undanúrslitaeinvígið alla leið í oddaleik sem færi þá fram á föstudaginn langa. Þá verður fróðlegt að sjá hvort hinir sjóðheitu Grindvíkingar hafi kólnað eitthvað niður þá. Liðið sem sundurspilaði Stjörnumenn er til alls líklegt.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira