ÍRiiS frumsýnir nýtt tónlistarmyndband: „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2017 12:30 Skemmtilegt efni frá Írisi. Mynd/Kristina Pertrosuite Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/ Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/
Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira