Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 22:45 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa. Sýrland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa.
Sýrland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira