Allt gengur út á að bæta sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2017 09:15 “Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt,” segir Sigurrós. Vísir/Anton Brink Ég er að bregða mér til London með manninum mínum. Við ætlum að spila golf og vera svo nokkra daga í borginni að njóta menningarinnar,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, innt eftir því hvernig hún ætli að halda upp á sjötugsafmælið sem er á morgun, páskadag. „Svo ætla ég með öllum börnum og barnabörnum til Spánar síðar í vor í hálfsmánaðarferð. Ég á fjögur börn og níu barnabörn þannig að það er góður hópur.“ Þótt Sigurrós sé komin á eftirlaunaaldur er hún enn að vinna í hlutastarfi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum, nánar tiltekið með íbúðarréttarsamningana. „Maður má ekki drepast úr leiðindum,“ segir hún glaðlega. „Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt, er líka svo lánssöm að vera heilsuhraust.“ Sigurrós er Kópavogsbúi og sat í bæjarstjórn þar í 16 ár. „Mér fannst mjög skemmtilegt að vera í bæjarstjórn,“ segir hún og rökstyður það: „Ef maður tekur ákvörðun um að framkvæma eitthvað þá sér maður það gerast. Aftur á móti var ég um tíma á þingi og þar fannst mér ég aldrei sjá árangurinn af því sem ég var að gera. Ferlið er svo langt. “ Sigurrós flutti í Kópavoginn 1978 og ætlaði bara að vera eitt ár en er þar ennþá. „Við hjónin skutum bara rótum djúpt og fast, meira að segja vilja börnin okkar helst vera hér líka.“ Á tímabili var Sigurrós formaður aðalstjórnar Breiðabliks og lætur vel af því. Skyldi hún vera íþróttamanneskja? „Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af að fylgjast með öllum íþróttum og svo er ég á kafi í golfi og hef verið í ein fimmtán ár. Nú vona ég að ég fari að lækka forgjöfina, það er draumurinn. Allt gengur út á að reyna að bæta sig, hvort sem er í golfi eða lífinu sjálfu.“ Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Ég er að bregða mér til London með manninum mínum. Við ætlum að spila golf og vera svo nokkra daga í borginni að njóta menningarinnar,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, innt eftir því hvernig hún ætli að halda upp á sjötugsafmælið sem er á morgun, páskadag. „Svo ætla ég með öllum börnum og barnabörnum til Spánar síðar í vor í hálfsmánaðarferð. Ég á fjögur börn og níu barnabörn þannig að það er góður hópur.“ Þótt Sigurrós sé komin á eftirlaunaaldur er hún enn að vinna í hlutastarfi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum, nánar tiltekið með íbúðarréttarsamningana. „Maður má ekki drepast úr leiðindum,“ segir hún glaðlega. „Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt, er líka svo lánssöm að vera heilsuhraust.“ Sigurrós er Kópavogsbúi og sat í bæjarstjórn þar í 16 ár. „Mér fannst mjög skemmtilegt að vera í bæjarstjórn,“ segir hún og rökstyður það: „Ef maður tekur ákvörðun um að framkvæma eitthvað þá sér maður það gerast. Aftur á móti var ég um tíma á þingi og þar fannst mér ég aldrei sjá árangurinn af því sem ég var að gera. Ferlið er svo langt. “ Sigurrós flutti í Kópavoginn 1978 og ætlaði bara að vera eitt ár en er þar ennþá. „Við hjónin skutum bara rótum djúpt og fast, meira að segja vilja börnin okkar helst vera hér líka.“ Á tímabili var Sigurrós formaður aðalstjórnar Breiðabliks og lætur vel af því. Skyldi hún vera íþróttamanneskja? „Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af að fylgjast með öllum íþróttum og svo er ég á kafi í golfi og hef verið í ein fimmtán ár. Nú vona ég að ég fari að lækka forgjöfina, það er draumurinn. Allt gengur út á að reyna að bæta sig, hvort sem er í golfi eða lífinu sjálfu.“
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira