Allt gengur út á að bæta sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2017 09:15 “Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt,” segir Sigurrós. Vísir/Anton Brink Ég er að bregða mér til London með manninum mínum. Við ætlum að spila golf og vera svo nokkra daga í borginni að njóta menningarinnar,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, innt eftir því hvernig hún ætli að halda upp á sjötugsafmælið sem er á morgun, páskadag. „Svo ætla ég með öllum börnum og barnabörnum til Spánar síðar í vor í hálfsmánaðarferð. Ég á fjögur börn og níu barnabörn þannig að það er góður hópur.“ Þótt Sigurrós sé komin á eftirlaunaaldur er hún enn að vinna í hlutastarfi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum, nánar tiltekið með íbúðarréttarsamningana. „Maður má ekki drepast úr leiðindum,“ segir hún glaðlega. „Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt, er líka svo lánssöm að vera heilsuhraust.“ Sigurrós er Kópavogsbúi og sat í bæjarstjórn þar í 16 ár. „Mér fannst mjög skemmtilegt að vera í bæjarstjórn,“ segir hún og rökstyður það: „Ef maður tekur ákvörðun um að framkvæma eitthvað þá sér maður það gerast. Aftur á móti var ég um tíma á þingi og þar fannst mér ég aldrei sjá árangurinn af því sem ég var að gera. Ferlið er svo langt. “ Sigurrós flutti í Kópavoginn 1978 og ætlaði bara að vera eitt ár en er þar ennþá. „Við hjónin skutum bara rótum djúpt og fast, meira að segja vilja börnin okkar helst vera hér líka.“ Á tímabili var Sigurrós formaður aðalstjórnar Breiðabliks og lætur vel af því. Skyldi hún vera íþróttamanneskja? „Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af að fylgjast með öllum íþróttum og svo er ég á kafi í golfi og hef verið í ein fimmtán ár. Nú vona ég að ég fari að lækka forgjöfina, það er draumurinn. Allt gengur út á að reyna að bæta sig, hvort sem er í golfi eða lífinu sjálfu.“ Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ég er að bregða mér til London með manninum mínum. Við ætlum að spila golf og vera svo nokkra daga í borginni að njóta menningarinnar,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, innt eftir því hvernig hún ætli að halda upp á sjötugsafmælið sem er á morgun, páskadag. „Svo ætla ég með öllum börnum og barnabörnum til Spánar síðar í vor í hálfsmánaðarferð. Ég á fjögur börn og níu barnabörn þannig að það er góður hópur.“ Þótt Sigurrós sé komin á eftirlaunaaldur er hún enn að vinna í hlutastarfi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum, nánar tiltekið með íbúðarréttarsamningana. „Maður má ekki drepast úr leiðindum,“ segir hún glaðlega. „Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og finnst það dýrmætt, er líka svo lánssöm að vera heilsuhraust.“ Sigurrós er Kópavogsbúi og sat í bæjarstjórn þar í 16 ár. „Mér fannst mjög skemmtilegt að vera í bæjarstjórn,“ segir hún og rökstyður það: „Ef maður tekur ákvörðun um að framkvæma eitthvað þá sér maður það gerast. Aftur á móti var ég um tíma á þingi og þar fannst mér ég aldrei sjá árangurinn af því sem ég var að gera. Ferlið er svo langt. “ Sigurrós flutti í Kópavoginn 1978 og ætlaði bara að vera eitt ár en er þar ennþá. „Við hjónin skutum bara rótum djúpt og fast, meira að segja vilja börnin okkar helst vera hér líka.“ Á tímabili var Sigurrós formaður aðalstjórnar Breiðabliks og lætur vel af því. Skyldi hún vera íþróttamanneskja? „Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af að fylgjast með öllum íþróttum og svo er ég á kafi í golfi og hef verið í ein fimmtán ár. Nú vona ég að ég fari að lækka forgjöfina, það er draumurinn. Allt gengur út á að reyna að bæta sig, hvort sem er í golfi eða lífinu sjálfu.“
Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“