Hagræddu úrslitum í leik á móti Börsungum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 16:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar. Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira