Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist Snærós Sindradóttir skrifar 3. apríl 2017 13:00 Sigríður Á. Andersen Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira