Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 11:33 Bashar al-Assad Sýrlandsforseti. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Lýsir hann árásinni sem skeytingarlausri og óábyrgri. AP greinir frá þessu. Misvísandi fréttir hafa borist um fjölda látinna, en sýrleskur ríkisfjölmiðinn Sana segir að níu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, þar af fjögur börn. Segir að hinir látnu hafi verið íbúar í nálægu þorpi. Sjö til viðbótar hafi særst í árásinni. Ekki er ljóst hvort að þeir sex sem talsmaður Sýrlandshers hafði áður sagt hafa látið lífið í árásinni séu meðal þeirra níu sem Sana segir nú hafa látið lífið. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að fjórir sýrlenskir hermenn hafi farist í árásinni, tveggja væri enn saknað og sex hafi hlotið brunasár. Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn í Shayrat frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi klukkan 00:40 að íslenskum tíma í nótt. Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Nánar má lesa um árásina hér.BREAKING: Syrian President Bashar Assad's office denounces US strike, describes it as "reckless, irresponsible behavior" .— The Associated Press (@AP) April 7, 2017 Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Lýsir hann árásinni sem skeytingarlausri og óábyrgri. AP greinir frá þessu. Misvísandi fréttir hafa borist um fjölda látinna, en sýrleskur ríkisfjölmiðinn Sana segir að níu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, þar af fjögur börn. Segir að hinir látnu hafi verið íbúar í nálægu þorpi. Sjö til viðbótar hafi særst í árásinni. Ekki er ljóst hvort að þeir sex sem talsmaður Sýrlandshers hafði áður sagt hafa látið lífið í árásinni séu meðal þeirra níu sem Sana segir nú hafa látið lífið. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að fjórir sýrlenskir hermenn hafi farist í árásinni, tveggja væri enn saknað og sex hafi hlotið brunasár. Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn í Shayrat frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi klukkan 00:40 að íslenskum tíma í nótt. Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Nánar má lesa um árásina hér.BREAKING: Syrian President Bashar Assad's office denounces US strike, describes it as "reckless, irresponsible behavior" .— The Associated Press (@AP) April 7, 2017
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46