Fílar ræktun fjár og lands Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2017 12:15 "Formaðurinn þarf að fylgjast með því að kúrsinn sé réttur, miðað við stefnumál samtakanna,“ segir Oddný Steina. Oddný Steina er nýbúin að gefa morgungjöfina í fjárhúsunum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún var kjörin formaður í samtökum fjárbænda um síðustu helgi, fyrst kvenna. Er sjálf með 500 fjár á fóðrum, ásamt með manni sínum Ágústi Jenssyni. Engin lömb eru komin enn þetta vorið en það styttist óðum í þau því 40 ær eiga að bera um og upp úr miðjum þessum mánuði. „Við ákváðum að prófa það í fyrsta skipti að láta nokkrar bera svona snemma, til að létta á aðalsauðburðinum sem fer svo í gang um mánaðamótin, eins og venjulegt er,“ upplýsir hún og er vongóð um að vel vori þetta árið. Oddný Steina er frá Úthlíð í Skaftártungu en Ágúst frá Teigi í Fljótshlíð. Þau eiga þrjú börn, tíu, sjö og sex ára. Hjónin tóku jörðina á Butru á leigu árið 2004 og hafa stækkað túnin og endurunnið önnur. Spurð um skemmtilegustu verkin í búskapnum svarar hún: „Öll ræktun yfirleitt bæði á landi og fé og allt sem snýr að henni. Vorið er uppáhaldstími og haustið reyndar líka þegar uppskeran er.“ Oddný Steina kveðst meðvituð um að formennskunni fylgi vinna. „Formaður þarf að fylgja eftir stefnunni eins og við bændur viljum sjá hana. Við teljum til dæmis mikilvægt fyrir okkar famleiðslu að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar á umbúðum. Þar þurfa bæði afurðastöðvar og verslanirnar að vera með okkur í liði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl 2017 Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Oddný Steina er nýbúin að gefa morgungjöfina í fjárhúsunum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún var kjörin formaður í samtökum fjárbænda um síðustu helgi, fyrst kvenna. Er sjálf með 500 fjár á fóðrum, ásamt með manni sínum Ágústi Jenssyni. Engin lömb eru komin enn þetta vorið en það styttist óðum í þau því 40 ær eiga að bera um og upp úr miðjum þessum mánuði. „Við ákváðum að prófa það í fyrsta skipti að láta nokkrar bera svona snemma, til að létta á aðalsauðburðinum sem fer svo í gang um mánaðamótin, eins og venjulegt er,“ upplýsir hún og er vongóð um að vel vori þetta árið. Oddný Steina er frá Úthlíð í Skaftártungu en Ágúst frá Teigi í Fljótshlíð. Þau eiga þrjú börn, tíu, sjö og sex ára. Hjónin tóku jörðina á Butru á leigu árið 2004 og hafa stækkað túnin og endurunnið önnur. Spurð um skemmtilegustu verkin í búskapnum svarar hún: „Öll ræktun yfirleitt bæði á landi og fé og allt sem snýr að henni. Vorið er uppáhaldstími og haustið reyndar líka þegar uppskeran er.“ Oddný Steina kveðst meðvituð um að formennskunni fylgi vinna. „Formaður þarf að fylgja eftir stefnunni eins og við bændur viljum sjá hana. Við teljum til dæmis mikilvægt fyrir okkar famleiðslu að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar á umbúðum. Þar þurfa bæði afurðastöðvar og verslanirnar að vera með okkur í liði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl 2017
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira