Audi stöðvar framleiðslu á A4 og A5 vegna eldsvoða hjá íhlutframleiðanda Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 13:00 Audi A4. Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent
Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent