Taktík Israels Martin gagnrýnd: Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 13:45 Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira