Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira