Tímamót á bankamarkaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. mars 2017 11:00 Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira