Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2017 19:30 Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira