Röddin mín hefur bara gott af því að hvíla sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2017 09:15 “Ég vildi ekki fara í menntaskóla, það voru listir sem heilluðu mig,” segir Þuríður. Vísir/Anton Brink Vinir hennar og ættingjar kalla hana Níní en þjóðin þekkir hana sem Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Nú er hún orðin níræð. Þuríður býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar situr hún teinrétt og glæsileg, heldur sínum persónuleika og heilsar með rödd söngdífunnar. „Ég hef nú ekki getað sungið lengi en það gerir ekkert til, röddin mín hefur bara gott af því að hvíla sig,“ segir hún. Kveðst hafa lent í ýmsum hremmingum í sambandi við heilsuna, eitt af því hafi verið að detta niður 18 tröppur vegna jafnvægisleysis sem stafaði af æxli í höfði. Hún lætur vel af vistinni í Sóltúni og starfsfólkið þar fær 10+ í einkunn hjá henni. Í herberginu gefur að líta falleg málverk eftir hana, enda kveðst hún hafa farið í Handíðaskólann sextán ára. „Ég vildi ekki fara í menntaskóla, það voru listir sem heilluðu mig og ég var dálítið lunkin að teikna,“ segir hún. Fallegt útsýni er út í garð. „Það er gaman að fylgjast með fuglunum en ég get ekki haft opinn glugga því þá koma kettirnir inn,“ segir hún. Það rifjar upp kynni hennar og Guðrúnar Á. Símonar söngkonu sem var frægur kattavinur. Saman tóku þær Kattadúettinn á eftirminnilegan hátt og báðar auðguðu líf Íslendinga með söng sínum. Eftirlætishlutverk Þuríðar eru nokkur. „Það sem ég held að ég hafi sungið best var í Il Trovatore í hljómsveitarútsetningu. Gilda í Rigoletto er eitt af mínum uppáhaldshlutverkum og mér þótti afskaplega gaman að syngja Rosínu í Rakaranum í Sevilla. Ég söng líka í Miðlinum eftir Menotti í Iðnó árið 1952. Þá var Guðmunda Elíasdóttir í hlutverki svikamiðilsins en ég dóttur hennar sem svaraði að handan og hló meðal annars eins og tveggja ára barn.“ Þuríður fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún er dóttir Páls Ísólfssonar, tónskálds og dómorganista, og Kristínar Norðmann. „Ég átti afskaplega góða foreldra og verð eilíflega þakklát fyrir það. Pabbi var ljúfur og skemmtilegur og mamma ákveðin og dugleg. En ég fékk ekkert af þessum góðu hlutum í arf. Erfði bara taugaveiklunina frá pabba!“ Hún viðurkennir nú samt að hafa hlotið tónlistargáfu úr báðum áttum. Jórunn Viðar tónskáld sé til dæmis dóttir Katrínar móðursystur hennar og þær hafi unnið mikið saman. Þuríður var yngst og eina stelpan í hópi þriggja alsystkina. „Bræður mínir, Einar og Jón, dóu báðir úr krabbameini með stuttu millibili þegar þeir voru um sjötugt. Það er í ættinni. Ég var bara 17 ára þegar mamma dó, það var erfitt. En ég var þá að byrja að hitta manninn sem ég svo giftist, hann hét Örn Guðmundsson, laglegur maður og flinkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur.“ Hún bendir á innrammaðar myndir af honum og öllum þeirra afkomendum, meðal annars börnum þeirra, Kristínu, Guðmundi Páli og Laufeyju sem hún hrósar fyrir að vera vinnufús og vel verki farin og telur þau hafa það frá föður sínum. „En ég var ágæt matreiðslukona og þótti gaman að elda, sem orsakar það að mér þykir enginn matur góður nema ég hafi búið hann til sjálf. Ef ég fæ soðinn fisk get ég ekki borðað hann því hann er ekki soðinn eins og ég hefði gert!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Vinir hennar og ættingjar kalla hana Níní en þjóðin þekkir hana sem Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Nú er hún orðin níræð. Þuríður býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar situr hún teinrétt og glæsileg, heldur sínum persónuleika og heilsar með rödd söngdífunnar. „Ég hef nú ekki getað sungið lengi en það gerir ekkert til, röddin mín hefur bara gott af því að hvíla sig,“ segir hún. Kveðst hafa lent í ýmsum hremmingum í sambandi við heilsuna, eitt af því hafi verið að detta niður 18 tröppur vegna jafnvægisleysis sem stafaði af æxli í höfði. Hún lætur vel af vistinni í Sóltúni og starfsfólkið þar fær 10+ í einkunn hjá henni. Í herberginu gefur að líta falleg málverk eftir hana, enda kveðst hún hafa farið í Handíðaskólann sextán ára. „Ég vildi ekki fara í menntaskóla, það voru listir sem heilluðu mig og ég var dálítið lunkin að teikna,“ segir hún. Fallegt útsýni er út í garð. „Það er gaman að fylgjast með fuglunum en ég get ekki haft opinn glugga því þá koma kettirnir inn,“ segir hún. Það rifjar upp kynni hennar og Guðrúnar Á. Símonar söngkonu sem var frægur kattavinur. Saman tóku þær Kattadúettinn á eftirminnilegan hátt og báðar auðguðu líf Íslendinga með söng sínum. Eftirlætishlutverk Þuríðar eru nokkur. „Það sem ég held að ég hafi sungið best var í Il Trovatore í hljómsveitarútsetningu. Gilda í Rigoletto er eitt af mínum uppáhaldshlutverkum og mér þótti afskaplega gaman að syngja Rosínu í Rakaranum í Sevilla. Ég söng líka í Miðlinum eftir Menotti í Iðnó árið 1952. Þá var Guðmunda Elíasdóttir í hlutverki svikamiðilsins en ég dóttur hennar sem svaraði að handan og hló meðal annars eins og tveggja ára barn.“ Þuríður fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún er dóttir Páls Ísólfssonar, tónskálds og dómorganista, og Kristínar Norðmann. „Ég átti afskaplega góða foreldra og verð eilíflega þakklát fyrir það. Pabbi var ljúfur og skemmtilegur og mamma ákveðin og dugleg. En ég fékk ekkert af þessum góðu hlutum í arf. Erfði bara taugaveiklunina frá pabba!“ Hún viðurkennir nú samt að hafa hlotið tónlistargáfu úr báðum áttum. Jórunn Viðar tónskáld sé til dæmis dóttir Katrínar móðursystur hennar og þær hafi unnið mikið saman. Þuríður var yngst og eina stelpan í hópi þriggja alsystkina. „Bræður mínir, Einar og Jón, dóu báðir úr krabbameini með stuttu millibili þegar þeir voru um sjötugt. Það er í ættinni. Ég var bara 17 ára þegar mamma dó, það var erfitt. En ég var þá að byrja að hitta manninn sem ég svo giftist, hann hét Örn Guðmundsson, laglegur maður og flinkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur.“ Hún bendir á innrammaðar myndir af honum og öllum þeirra afkomendum, meðal annars börnum þeirra, Kristínu, Guðmundi Páli og Laufeyju sem hún hrósar fyrir að vera vinnufús og vel verki farin og telur þau hafa það frá föður sínum. „En ég var ágæt matreiðslukona og þótti gaman að elda, sem orsakar það að mér þykir enginn matur góður nema ég hafi búið hann til sjálf. Ef ég fæ soðinn fisk get ég ekki borðað hann því hann er ekki soðinn eins og ég hefði gert!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira