Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 16:40 Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Getty Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála. Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála.
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53