Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 16. mars 2017 21:15 Justin Shouse kom til baka inn í Stjörnuliðið og skilaði 17 stigum á 22 mínútum. Vísir/Hanna Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira