Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:30 Sir Charles Barkley var frábær leikmaður á sínum tíma og nú vill hann leik við LaVar Ball. Vísir/Samsett/Getty NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik. Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira