Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 06:00 Sandra María Jessen verður ekki meira með. Vísir/Anton Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira