Sjö ára uppbygging Fjölnis bar ávöxt: „Þetta var mögnuð tilfinning“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 19:00 Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21