Fljótari en allir að ná hundrað sigrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Finnur Freyr Stefánsson fagnar hér áttunda stóra titlinum sem hann vinnur sem þjálfari KR með ungum KR-ingum. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og þrjá deildarmeistaratitla. vísir/andri marinó Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira