Þankar að baki bakþönkum Kári Stefánsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun