Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Benedikt Bóas skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Mynd/Skjáskot „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
„Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira