Messi skaut Börsungum í toppsætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 17:00 Suárez reynir að koma boltanum framhjá Oblak með dræmum árangri. vísir/getty Sigurmark Lionel Messi gegn Atletico Madrid undir lok venjulegs leiktíma skaut Barcelona í toppsæti spænsku deildarinnar í bili en leiknum lauk með 2-1 sigri Börsunga á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid. Nágrannar Atletico í Real Madrid eiga þó tvo leiki til góða á Barcelona og geta náð toppsætinu á ný þegar þeir mæta Villareal í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik í höfuðborginni en Rafinha kom gestunum yfir eftir samleik með með Luis Suarez þegar hann lagði boltann í fjærhornið á 64. mínútu en heimamenn voru ekki lengi að svara. Var þar að verki miðvörðurinn sterki Diego Godin eftir aukaspyrnu Koke en lítil snerting Godin sendi boltann í hornið og átti Marc ter Stegen í marki Barcelona enga möguleika. Á 86. mínútu tókst Messi hinsvegar að bæta við öðru marki Barcelona en það reyndist sigurmarkið. Náði miðvörður Atletico að komast fyrir fyrsta skot hans en Messi var fyrstur allra að ná boltanum og leggja hann framhjá Jan Oblak í markinu. Sigurinn þýðir að Börsungar eru með tveggja stiga forskot á Real Madrid og Sevilla eftir 24 umferðir en Madrídingar geta náð toppsætinu á ný takist þeim að vinna annan af tveimur leikjunum sem liðið á inni. Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Sigurmark Lionel Messi gegn Atletico Madrid undir lok venjulegs leiktíma skaut Barcelona í toppsæti spænsku deildarinnar í bili en leiknum lauk með 2-1 sigri Börsunga á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid. Nágrannar Atletico í Real Madrid eiga þó tvo leiki til góða á Barcelona og geta náð toppsætinu á ný þegar þeir mæta Villareal í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik í höfuðborginni en Rafinha kom gestunum yfir eftir samleik með með Luis Suarez þegar hann lagði boltann í fjærhornið á 64. mínútu en heimamenn voru ekki lengi að svara. Var þar að verki miðvörðurinn sterki Diego Godin eftir aukaspyrnu Koke en lítil snerting Godin sendi boltann í hornið og átti Marc ter Stegen í marki Barcelona enga möguleika. Á 86. mínútu tókst Messi hinsvegar að bæta við öðru marki Barcelona en það reyndist sigurmarkið. Náði miðvörður Atletico að komast fyrir fyrsta skot hans en Messi var fyrstur allra að ná boltanum og leggja hann framhjá Jan Oblak í markinu. Sigurinn þýðir að Börsungar eru með tveggja stiga forskot á Real Madrid og Sevilla eftir 24 umferðir en Madrídingar geta náð toppsætinu á ný takist þeim að vinna annan af tveimur leikjunum sem liðið á inni.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira