Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2017 19:00 Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30