Keppendur í Söngvakeppninni segja hljóðblöndunina hafa verið hörmung Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 11:00 Flytjendur lagsins Heim til þín. RÚV „RÚV er frábært í flestu því sem það gerir, en því miður er það engan veginn fært um að sjá um beinar útsendingar þar sem tónlist er í forgrunni,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir sem var ein af bakraddasöngvurum lagsins Heim til þín sem var flutt á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þrjú lög komust áfram en Heim til þín, í flutningi Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur, var ekki eitt þeirra. Unnur Birna segir í Facebook-færslu að flutningur lagsins hafi ekki allur skilað sér í sjónvarpsútsendingunni og það sé hljóðblöndun Ríkisútvarpsins, sem sér um framkvæmd keppninnar, að kenna.Unnur segir nær allt hafa verið til fyrirmyndar á sviðinu og baksviðs og að hljóðið í sal Háskólabíós hafi verið mjög gott.Hún segir það sama ekki eiga við hljóðið í sjónvarpsútsendingunni og segir alla listræna vinnu, útsetningar og æfingar hafa farið beina leið í niðurfallið. Er talað um að rödd annars aðalsöngvarans hafi verið áberandi hærri en aðrar raddir og að lítið sem ekkert hafi heyrst í bakröddum. „Ef það er svona flókið að mixa 6 raddir og playback í beinni útsendingu, þá held ég að þessi júróvísjónforkeppni ætti að vera í höndunum á öðrum en RÚV; eða RÚV ráði inn hljóðmann sem er vanur að mixa tónlist til að sjá um útsendingu og veit hvað hann er að gera. Ég spyr, hvað klikkaði? Og af hverju er þetta eingöngu svona í útsendingum frá RÚV? Svör óskast,“ segir Unnur Birna. Undir þetta tekur sjálfur höfundur og flytjandi lagsins Júlí Heiðar sem segir hljóðblöndunina hafa verið hörmung.Arnar Jónsson, sem flutti lagið Til mín, ásamt Rakel Pálsdóttur, tekur undir með Unni Birnu. Lagið Til mín var eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram upp úr þessu undankvöldi en Arnar segir hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði. „En alls ekki svona slæmt.“Spurður hvort RÚV hafi eitthvað um málið að segja, það er hvort hljóðblöndun á laginu hefði mátt vera betri eða ekki, svarar Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við Vísi að það sé ákveðið álitamál og aldrei hægt að fullyrða að hljóð hafi verið fullkomið.Allt getur gerst í beinni útsendingu „Þetta er alltaf svo mikið smekksatriði. Hvert einasta skipti við fáum athugasemd um þetta eða verðum vör við það förum við upp á tærnar og reynum að gera betur,“ segir Skarphéðinn. Hann bendir á að keppnin síðastliðið laugardagskvöld hafi verið í beinni útsendingu. „Ef þetta ætti að vera 100 prósent þyrfti eiginlega að hafa þetta allt upptekið. En þetta er bein útsending eins og Eurovision-keppnin úti þar sem stuðningsmenn hverrar einustu þjóðar finna alltaf eitthvað að framkvæmd lagsins og geta hnýtt í eitthvað,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn nefnir að þetta sé ekki bundið við Ísland. Svona fari einnig úrskeiðis í stórum keppnum út í heimi og á verðlaunahátíðum. Nefnir hann sem dæmi atriði Metallica og Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem ekki heyrðist í aðalsöngvaranum James Hetfield.„Þetta var sem betur fer ekki svo slæmt en sýnir okkur að það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu. Þetta er alltaf ákveðið álita mál og hvert einasta skiptið sem eru gerðar athugasemdir, hvort sem það er beint við okkur frá keppendum eða við verðum vör við að menn hafi eitthvað út á það að setja sem áhorfendur heima í stofu, þá förum við upp á tærnar og reynum að gera það betur,“ segir Skarphéðinn.Tónlistarstjóri keppendum innan handar Hann segir keppendur í Söngvakeppninni fái að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina. Þá er RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.„Flestir keppendur eru með sér sérfræðinga til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera. Við erum í rauninni með allt sem til þarf svo þetta skili sér rétt. Svo getur ýmislegt gerst í hljóðblöndun í beinni útsendingu sem gerir það að verkum að það skilar sér ekki eins fullkomlega og menn voru að gera sér vonir um,“ segir Skarphéðinn.Hefði mátt heyrast hærra í bakröddum Hann segist geta tekið undir það að það hefði mátt heyrast betur í bakröddum lagsins Heim til þín. „Við tökum venjulega ekki þann slag að eitthvað hafi verið fullkomið í okkar eyru ef það hljómaði öðruvísi í eyrum annarra. Þetta er eitthvað sem gerist í keppninni okkar, þetta gerist í Eurovision-keppninni og gerist í beinni útsendingu þegar svo mörg atriði þurfa að ganga upp.“ Spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar segir hann að ekki sé útiloka að lagið yrði endurflutt. „Við metum hvert einasta tilvik fyrir sig. Ef við teljum að flutningur hafi verið meingallaður af okkar völdum útilokum við alls ekki svoleiðis. Þetta er keppni og við tökum hana alvarlega sem slíka.“ Eurovision Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„RÚV er frábært í flestu því sem það gerir, en því miður er það engan veginn fært um að sjá um beinar útsendingar þar sem tónlist er í forgrunni,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir sem var ein af bakraddasöngvurum lagsins Heim til þín sem var flutt á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þrjú lög komust áfram en Heim til þín, í flutningi Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur, var ekki eitt þeirra. Unnur Birna segir í Facebook-færslu að flutningur lagsins hafi ekki allur skilað sér í sjónvarpsútsendingunni og það sé hljóðblöndun Ríkisútvarpsins, sem sér um framkvæmd keppninnar, að kenna.Unnur segir nær allt hafa verið til fyrirmyndar á sviðinu og baksviðs og að hljóðið í sal Háskólabíós hafi verið mjög gott.Hún segir það sama ekki eiga við hljóðið í sjónvarpsútsendingunni og segir alla listræna vinnu, útsetningar og æfingar hafa farið beina leið í niðurfallið. Er talað um að rödd annars aðalsöngvarans hafi verið áberandi hærri en aðrar raddir og að lítið sem ekkert hafi heyrst í bakröddum. „Ef það er svona flókið að mixa 6 raddir og playback í beinni útsendingu, þá held ég að þessi júróvísjónforkeppni ætti að vera í höndunum á öðrum en RÚV; eða RÚV ráði inn hljóðmann sem er vanur að mixa tónlist til að sjá um útsendingu og veit hvað hann er að gera. Ég spyr, hvað klikkaði? Og af hverju er þetta eingöngu svona í útsendingum frá RÚV? Svör óskast,“ segir Unnur Birna. Undir þetta tekur sjálfur höfundur og flytjandi lagsins Júlí Heiðar sem segir hljóðblöndunina hafa verið hörmung.Arnar Jónsson, sem flutti lagið Til mín, ásamt Rakel Pálsdóttur, tekur undir með Unni Birnu. Lagið Til mín var eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram upp úr þessu undankvöldi en Arnar segir hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði. „En alls ekki svona slæmt.“Spurður hvort RÚV hafi eitthvað um málið að segja, það er hvort hljóðblöndun á laginu hefði mátt vera betri eða ekki, svarar Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við Vísi að það sé ákveðið álitamál og aldrei hægt að fullyrða að hljóð hafi verið fullkomið.Allt getur gerst í beinni útsendingu „Þetta er alltaf svo mikið smekksatriði. Hvert einasta skipti við fáum athugasemd um þetta eða verðum vör við það förum við upp á tærnar og reynum að gera betur,“ segir Skarphéðinn. Hann bendir á að keppnin síðastliðið laugardagskvöld hafi verið í beinni útsendingu. „Ef þetta ætti að vera 100 prósent þyrfti eiginlega að hafa þetta allt upptekið. En þetta er bein útsending eins og Eurovision-keppnin úti þar sem stuðningsmenn hverrar einustu þjóðar finna alltaf eitthvað að framkvæmd lagsins og geta hnýtt í eitthvað,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn nefnir að þetta sé ekki bundið við Ísland. Svona fari einnig úrskeiðis í stórum keppnum út í heimi og á verðlaunahátíðum. Nefnir hann sem dæmi atriði Metallica og Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem ekki heyrðist í aðalsöngvaranum James Hetfield.„Þetta var sem betur fer ekki svo slæmt en sýnir okkur að það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu. Þetta er alltaf ákveðið álita mál og hvert einasta skiptið sem eru gerðar athugasemdir, hvort sem það er beint við okkur frá keppendum eða við verðum vör við að menn hafi eitthvað út á það að setja sem áhorfendur heima í stofu, þá förum við upp á tærnar og reynum að gera það betur,“ segir Skarphéðinn.Tónlistarstjóri keppendum innan handar Hann segir keppendur í Söngvakeppninni fái að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina. Þá er RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.„Flestir keppendur eru með sér sérfræðinga til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera. Við erum í rauninni með allt sem til þarf svo þetta skili sér rétt. Svo getur ýmislegt gerst í hljóðblöndun í beinni útsendingu sem gerir það að verkum að það skilar sér ekki eins fullkomlega og menn voru að gera sér vonir um,“ segir Skarphéðinn.Hefði mátt heyrast hærra í bakröddum Hann segist geta tekið undir það að það hefði mátt heyrast betur í bakröddum lagsins Heim til þín. „Við tökum venjulega ekki þann slag að eitthvað hafi verið fullkomið í okkar eyru ef það hljómaði öðruvísi í eyrum annarra. Þetta er eitthvað sem gerist í keppninni okkar, þetta gerist í Eurovision-keppninni og gerist í beinni útsendingu þegar svo mörg atriði þurfa að ganga upp.“ Spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar segir hann að ekki sé útiloka að lagið yrði endurflutt. „Við metum hvert einasta tilvik fyrir sig. Ef við teljum að flutningur hafi verið meingallaður af okkar völdum útilokum við alls ekki svoleiðis. Þetta er keppni og við tökum hana alvarlega sem slíka.“
Eurovision Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira