Flogið að feigðarósi Stjórnarmaðurinn skrifar 12. febrúar 2017 11:00 Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira