ISAVIA segir þjónustu ekki skerta á Vestmannaeyjaflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 12:46 Vestmannaeyjaflugvöllur. Vísir/Óskar Friðriksson Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00